Brentford hefur fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu leiktíð og samdi í gær við varnarmanninn Ben Mee.
Mee er 32 ára gamall miðvörður en hann hafði leikið með Burnley í heil tíu ár.
Þar lék Mee með Jóhanni Berg Guðmundssyni en eftir fall úr efstu deild ákvað leikmaðurinn að leita á nýjar slóðir.
Mee spilaði 332 deildarleiki fyrir Burnley á tíu árum og skoraði 12 mörk.
Hann mun reynast mikill liðsstyrkur fyrir Brentford sem mun berjast með kjafti og klóm til að halda sæti sínu í efstu deild næsta vetur.