fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Afsökunarbeiðni – Rangar fullyrðingar í frétt um að eitrað hefði verið fyrir hundum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 23. júlí 2022 00:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í frétt sem DV birti á föstudagsmorgun, þar sem greint var frá að eitrað hafi verið fyrir hundum í Kársneshverfi í Kópavogi, er ranglega haldið fram að eigandi hundanna hafi fullyrt að eitrunin stafaði  af rottueitri. Ekki náðist samband við eiganda hundanna við vinnslu þessarar fréttar en fréttinni hefur verið eytt.

Íbúi á Sunnubraut varð fyrir því að eitrað var fyrir þremur hundum hennar. Í umræðum um málið í Facebook-hópi voru uppi vangaveltur um að eitrunin gæti tengst aðgerðum þjónustudeildar Kópavogsbæjar við að eitra fyrir rottum í holræsum. Hefur eigandi hundanna nú komið því á framfæri að þær vangaveltur ættu ekki við rök að styðjast þar sem eitrunareinkenni hundanna komu fram fyrir aðgerðir Kópavogsbæjar og væru auk þess ekki í samræmi við einkenni af rottueitri.

Kópavogsbær birti auk þess tilkynningu í Facebook-hópnum þar sem staðhæft var að vegna strangra öryggisráðstafana við meðferð eitursins væri útilokað að eitrið sem hundarnir tóku inn ætti sér þennan uppruna.

DV hafði ranglega eftir ummælum hundaeigandans úr Facebook-hópnum að hundunum hefði verið byrlað rottueitur. Hið rétta er að sennilega er um annars konar eitrun að ræða. Grunur leikur á að óþekktur dýraníðingur byrli eitri fyrir bæði hundum og köttum í Kópavogi og víðar.

Eigandi hundanna er afar óánægður með fréttaflutning DV í málinu þar sem  látið hafi verið liggja að því að eigandinn hafi sakað Kópavogsbæ um að bera ábyrgð á veikindum hundanna vegna eitrunar.

DV harmar þessi mistök og biðst innilega afsökunar á þessum rangfærslum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“