Flestir knattspyrnuaðdáendur sem fylgjast vel með í Evrópu ættu að kannast við nafnið Stefan Radu.
Radu er goðsögn í herbúðum Lazio en hann samdi við félagið árið 2008 eða fyrir 14 árum síðan.
Radu hefur nú staðfest það að hann sé að hætta í fótbolta og mun leggja skóna á hilluna næsta sumar.
Radu hefur leikið stórt hlutverk lengi fyrir Lazio en spilaði þó minna en vanalega á síðustu leiktíð.
Varnarmaðurinn er orðinn 35 ára gamall og hefur nú ákveðið að kalla þetta gott eftir næsta tímabil.
Radu á að baki yfir 400 leiki fyrir Lazio og skorað alls átta mörk