fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

ÁTVR með kröfu á mann sem finnst ekki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 23. júlí 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÁTVR hefur gert kröfu um að maður einn greiði stofnuninni 7.500 krónur vegna Jack Daniels viskíflösku sem hann stal úr vínbúðinni á Dalvegi í Kópavogi í október árið 2019.

Manninum, sem er erlendur, hefur verið birt fyrirkall og ákæra í Lögbirtingablaðinu vegna fimm afbrota. Ekki hefur tekist að birta honum ákæruna og er hún því birt samkvæmt lögum á þessum opinbera vettvangi.

Maðurinn er einnig sakaður um að hafa stolið mjúkdýri og barnakolli úr verslun IKEA í Garðabæ um svipað leyti, þ.e. haustið 2019.

Ennfremur er hann sakaður um að hafa, í félagi við annan mann, stolið ilmvötnum að verðmæti tæplega 180.000 krónur úr Hagkaupum Kringlunni. Gerðist þetta sumarið 2021.

Þá er maðurinn sakaður um tvö ökulagabrot.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 14. september næstkomandi. Ef maðurinn lætur ekki sjá sig þar verður það metið til jafns við að hann hafi játað sök varðandi þessi meintu afbrot. Verður þá dómur kveðinn upp yfir honum að honum fjarstöddum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“