fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Fréttir

Tvær ungar konur fengu frábærar fréttir frá Íslenskri Getspá í sumarfríinu – Unnu 26 milljónir á mann

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. júlí 2022 12:29

Mynd úr safni. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær ungar konur duttu laglega í lukkupottinn  þegar tölurnar þeirra voru dregnar út síðasta laugardag en þá var potturinn fjórfaldur, með vinning upp á rúmar 52 milljónir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri Getspá.

Hinar heppnu eiga það sameiginlegt að vera með tölurnar sínar í áskrift og voru báðar í sumarleyfi með fjölskyldum sínum þegar draumasímtalið kom, önnur á Íslandi en hin á Spáni.

Sú á Íslandi sagðist vera stödd á fallegasta stað landsins í frábæru veðri, hún var alein á göngu þegar hún fékk símtalið góða sem tilkynnti henni að vinningur upp á rúmar 26 milljónir biði hennar. Hún hafði mestar áhyggjur af því að gleðiópin heyrðust í nálægar tjaldbúðir og ætlaði að taka á rás til að segja fjölskyldunni sinni gleðitíðindin.

Ekki voru fagnaðarlætin minni hjá fjölskyldunni sem var stödd á Spáni, ekki amalegt að fá fréttir um 26 milljóna króna vinning þegar verið er að njóta lífins á sólarströnd.

Við óskum þessum ungu fjölskyldum innilega til hamingju með glæsilega vinninga og minnum að ef þú ert með tölurnar þínar í áskrift halda þær alltaf áfram að vinna fyrir þig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda