fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
433Sport

Karl Th. skrifar um uppgang kvennaknattspyrnunnar – Brussurnar hafi vikið fyrir flottum fegurðardísum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. júlí 2022 11:35

Karl Th. Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Karl Th. Birgisson fjallar um uppgang kvennaknattspyrnunnar á Íslandi í pistli sínum Fréttablaði dagsins og hefur pistillinn vakið athygli enda hressilega skrifaður.

Játar hann fyrst að þegar hann sat í ritstjórastóli á árum áður hafi hann ekki viljað fjalla um kvennaknattspyrnu útaf því hversu ójafnir leikirnir væru.

„Þegar ég ritstýrði vikublaði fyrir einhverjum árum skömmuðu mig femínistalessubrussur fyrir að láta ekki skrifa um kvennafótbolta. Ég fann mig knúinn til svara, því að sumar þessara kjéddlínga voru vinkonur mínar. Svarið var stutt. Það væri tilgangslaust að fjalla um slíka leiki. Þeir færu allir 12–2 eða 16–1, og allir vissu það fyrirfram. Við gætum eins fyllt síðurnar af úrslitum í 5. flokki. Það væri ekki í boði. Jújú, við vissum að Vanda var flott, Katrín Jóns og – og…? Svo breyttist eitthvað. Nei – allt breyttist. Aðrir vita betur en ég hvað gerðist,“ skrifar Karl.

Hann fjallar svo um árangurinn á nýliðnu Evrópumóti og færir rök fyrir því að stelpurnar hafi tapað tveimur leikjum og unnið einn.

„Hvað á ég við? Of margt í lífinu snýst um væntingar og þær eru snúin tilfinning. Við áttum að vinna Belga og Ítali, af því að við vorum betri. Þess vegna var jafntefli ígildi taps í þeim leikjum. Að sama skapi var jafntefli gegn Frökkum eiginlega sigur. Þær voru betri. Við höfum fordæmin: Gullaldarlið strákanna á EM 2016 vann Portúgal 1–1 (svo afgerandi að Ronaldo móðgaðist stórlega), en tapaði svo 1–1 gegn Ungverjalandi. Við þekkjum þessa sálfræði vel úr pólitík. Framboð tapar fylgi, en fær samt meira en skoðanakannanir höfðu spáð. Það kallast varnarsigur í klisjubankanum,“ skrifar fjölmiðlamaðurinn.

Hann lýsir svo reynslu sinni af því að fylgjast með dóttur sinni spila fótbolta á mótum og deildarleikjum út um allt land. Þar hafi verið mikið úrval af hæfileikum en stundum ekki eins og gengur en félagslíf foreldra hafi verið sérstakur kapítuli.

„Eitt foreldrið kom mér á óvart með yfirlýsingu sem var nokkurn veginn svona: „Manstu, Kalli, þegar við vorum að alast upp? Þá var næstum enginn kvennafótbolti, en þær sem sóttu í þetta voru ekki eins og okkar stelpur. Þær voru flestar stórar og miklar um sig, eiginlega óttalegar brussur. Nú eru þetta nettar og flottar fegurðardísir,“ sagði foreldrið og benti á dætur okkar. Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að taka þessu. Tók bara annan bita af nestinu – flatbrauði með kæfu og kalt kaffi með. Kaffið kólnar yfirleitt hratt þarna á kantinum. Sennilega er rétt að taka fram að þetta foreldri var kona,“ skrifar Karl.

Hann rifjar svo upp skemmtilega sögu af „hæfileikajaxlinum“ Hólmfríði Magnúsdóttir í kjölfar stórsigur landsliðsins gegn „einhverju Eystrasaltsríkjanna“. Segir Karl að Hólmfríður hafi verið spurð hvort að hún og samherjar hennar hafi byrjað að  vorkenna andstæðingnum þegar stórsigur blasti við.

„Svarið kom ískalt og strax: „Vorkenna þeim? Þetta er enginn firmabolti.“ Ef einhvern tímann þurfti staðfestingu á því að kvennaboltinn væri orðinn fullorðins, þá birtist hún þarna holdi klædd, alveg grjóthörð á svipinn. Við fengum aðra staðfestingu á Englandi á dögunum. Þar var allt bara tussufínt, eins og skáldið sagði af öðru tilefni.“

Pistil Karls Th. má lesa í heild sinni á vef Fréttablaðsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Frumsýnir svakalegan hring sem ýtir undir orðróm um giftingu

Frumsýnir svakalegan hring sem ýtir undir orðróm um giftingu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Barcelona gefst upp og Arsenal fær gullið tækifæri í sumar

Barcelona gefst upp og Arsenal fær gullið tækifæri í sumar
433Sport
Í gær

Sambandsdeildin: Chelsea tapaði mjög óvænt en fer áfram

Sambandsdeildin: Chelsea tapaði mjög óvænt en fer áfram
433Sport
Í gær

Bara bestu vinir ef þau stunda ekki kynlíf á hverjum degi – ,,Annars væri ég áhyggjufull“

Bara bestu vinir ef þau stunda ekki kynlíf á hverjum degi – ,,Annars væri ég áhyggjufull“
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Alli hitti gamla vini fyrir stórleikinn í vikunni og gaf þeim treyjur:

Sjáðu myndirnar: Alli hitti gamla vini fyrir stórleikinn í vikunni og gaf þeim treyjur:
433Sport
Í gær

Orðaður við stærstu félög Englands – Þénar 47 þúsund á viku í dag

Orðaður við stærstu félög Englands – Þénar 47 þúsund á viku í dag