IFK Norköpping í Svíþjóð hefur staðfest að Andri Lucas Guðjohnsne hafi skrifað undir hjá félaginu. Félagið gerir það með skemmtilegum hætti.
Fyrst birtist myndband á samfélagsmiðlum félagsins þar sem Ari Freyr Skúlason bauð kauða velkomin til félagsins. Ari er margreyndur landsliðsmaður í knattspyrnu sem lagði skóna með landsliðinu á hilluna á síðasta ári en er í fullu fjöri í Svíþjóð.
— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) July 22, 2022
Framherjinn hefur leikið með Real undanfarin fjögur ár og spilað þar með varaliði félagsins en var áður hjá Espanyol.
Sænska félagið setti á svið samskipti við forseta Real Madrid, Florentino Perez eins og sjá má hér að neðan.
— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) July 22, 2022
Andri er tvítugur að aldri en faðir hans er Eiður Smári Guðjohnsen sem er einn merkasti knattspyrnumaður í sögu Íslands. Andri hefur skorað þrjú mörk fyrir A-landslið karla í níu tilraunum.
Hjá Norrköping eru fyrir Ari Freyr, Arnór Sigurðsosn og Jóhannes Kristinn Bjarnason.
Välkommen till IFK Norrköping, Andri Lucas Gudjohnsen! 🇮🇸🤝
⚪️🔵#ifknorrköping pic.twitter.com/HrI86HGKT8
— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) July 22, 2022