Erik ten Hag, stjóri Manchester United, vill ekki að félagið selji þá Anthony Martial og Donny van de Beek í sumar ef marka má ensk götublöð.
Martial hefur lítið getað með Man Utd síðustu ár. Hann var keyptur fyrir háar fjárhæðir frá árið 2015.
Á þessu undirbúningstímabili hefur Martial hins vegar farið á kostum undir stjórn ten Hag og raðað inn mörkum. Hollenski stjórinn bindur vonir um að hleypa lífi í feril hans.
Martial var lánaður til Sevilla seinni hluta síðustu leiktíðar.
Annar leikmaður Man Utd sem var á láni seinni hluta síðustu leiktíðar er Donny van de Beek. Hann var hjá Everton.
Van de Beek kom til Man Utd sumarið 2020 en var aldrei inni í myndinni hjá Ole Gunnar Solskjær eða Ralf Rangnick.
Ten Hag vann hins vegar með honum hjá Ajax og þekkir miðjumanninn vel. Hann vill því vinna með honum á Old Trafford.