fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Úkraínumenn reyna að rjúfa birgðakeðjur Rússa með HIMARS-flugskeytum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. júlí 2022 06:59

Himars-kerfið frá Bandaríkjunum í notkun í Úkraínu. Mynd:Twitter/Oleksii Reznikov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn reyna að hæfa birgðakeðjur Rússa og hin fullkomnu flugskeyti sem þeir hafa fengið frá Vesturlöndum veita þeim góða möguleika til að gera það.

Þegar mánuður var liðinn frá innrás Rússa í Úkraínu lentu þeir í miklum vandræðum með að koma eldsneyti og mat til víglínunnar. Úkraínumenn beindu spjótum sínum þá af miklum krafti að birgðakeðjum Rússa og það með mjög góðum árangri. Þetta var ein aðalástæðan fyrir að Rússar hörfuðu frá mörgum svæðum og fluttu hersveitir sínar til austurhluta Úkraínu.

Nú reyna Úkraínumenn að leika sama leik aftur en nú eru þeir betur í stakk búnir til að gera þetta en á fyrstu vikum og mánuðum stríðsins. Ástæðan er að frá því í lok júní hafi þeir haft HIMARS-flugskeytakerfi frá Bandaríkjunum til yfirráða. Þetta eru færanlegir skotpallar sem geta skotið flugskeytum tugi kílómetra. Með þessum flugskeytum geta Úkraínumenn skotið á rússneskar vopnageymslur og eldsneytisgeymslur langt að baki víglínunni.

Með HIMARS hafa Úkraínumenn hæft um 30 rússneskar skotfærageymslur. Jacob Kaarsbo, fyrrum sérfræðingur hjá leyniþjónustu danska hersins, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að ljóst sé að þetta sé vandamál fyrir Rússa. Þegar Úkraínumenn skjóti á birgðageymslur þeirra eigi Rússar í vanda við að flytja birgðir til hersveita sinna. Rússar hafi verið mjög háðir því í Donbass að vera með skotfærageymslur með fram járnbrautarteinum. Nú hafi Úkraínumenn eyðilagt þessar geymslur.

Hann sagði að á síðustu 7-10 dögum hafi dregið mjög úr stórskotaliðshríð Rússa í fremstu víglínu. Nú reyni Rússar að geyma skotfæri sín utan við drægi HIMARS, sem dregur allt að 80 km, en skotfæri séu engin léttavara og það komi illa við Rússa að þurfa að flytja þau langar leiðir því þeir hafi ekki marga flutningabíla til yfirráða.  Rússar muni því að hans sögn eiga erfitt með að flytja vopn og eldsneyti til fremstu víglínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“