Lið KF vann stórsigur í 2. deild karla í kvöld er liðið mætti KFA í 13. umferð sumarsins.
KF lyfti sér upp í sjötta sætið með 4-0 sigri í kvöld en er með jafn mörg stig og KFA sem er í áttunda sætinu.
Það er enn langt í annað sætið þar sem Þróttur Reykjavík situr með 26 stig.
Reynir Sandgerði fékk þá sitt sjötta stig í sumar er liðið heimsótti Hauka og náði í óvænt jafntefli.
Haukar eru með 20 stig í fjórða sæti deildarinnar en Reynismenn í fallsæti með sex.
KF 4 – 0 KFA
1-0 Þorvaldur Daði Jónsson
2-0 Atli Snær Stefánsson
3-0 Þorvaldur Daði Jónsson
4-0 Atli Snær Stefánsson
Haukar 2 – 2 Reynir S.