Darwin Nunez er leikmaður sem margir Liverpool-menn eru spenntir fyrir en hann gekk í raðir liðsins sumar.
Nunez var ekki í byrjunarliði Liverpool í dag sem spilaði við RB Leipzig frá Þýskalandi í æfingaleik.
Liverpool leiddi 1-0 í leikhléi eftir mark Mohamed Salah en í seinni hálfleik kom Nunez inná sem varamaður.
Úrúgvæinn stal senunni í seinni hálfleiknum en hann skoraði fjögur mörk til að tryggja 5-0 sigur.
Nunez kom til Liverpool frá Benfica í sumar og eru miklar vonir bundnar við leikmanninn.