Eden Hazard er á leið inn í sitt fjórða tímabil sem leikmaður Real Madrid en honum hefur ekki tekist að finna taktinn.
Hazard hefur mikið verið meiddur og þá hefur hann verið sakaður um að koma til baka með bumbu eftir sumarfrí.
Spænsk blöð segja að Hazard hafi lagt mikið á sig í sumar og hafi komið til baka í góðu formi.
Hazard æfði í allt sumar með einkaþjálfara til að sjá til þess að hann geri allt til þess að eiga gott tímabil.
Hazard kostaði Real Madrid 128 milljónir punda og vonar félagið að þessi fjárfesting fari að gefa eitthvað á vellinum.
Spænsk blöð segja að það sé nú eða aldri fyrir Hazard sem er 31 árs gamall kantmaður frá Belgíu.