Ef marka má Sport á Spáni hefur Frenkie de Jong engan áhuga á því að fara frá Barcelona í sumar þrátt fyrir vilja félagsins.
Barcelona þarf helst að selja leikmenn til að koma nýjum leikmönnum að. De Jong hefur ekki áhuga á að fara, sérstaklega ekki eftir að hafa tekið á sig launalækkun á síðustu árum.
De Jong hækkar verulega í launum á þessu tímabili og fær þá hluta af þeim launum sem hann á inni borguð.
Sport segir að De Jong vilji ekki fara en ef honum verður sparkað út þá hugnist honum betur að fara til Chelsea eða FC Bayern.
Manchester United hefur reynt í allt sumar að kaupa De Jong og hefur Barcelona samþykkt tilboð félagsins.