Það er stórleikur í Lengjudeildinni í beinni á Hringbraut í kvöld þegar HK heimsækir Selfoss í beinni útsendingu klukkan 19:15.
Selfoss hefur gefið eftir í toppbarátunni og tapaði síðasta leik, liðið situr í fjórða sæti með 21 stig.
HK situr á toppnum með 25 stig og því getur Selfoss minkað bilið og komið sér að fullum krafti í baráttu um efsta sætið.
Leikurinn hefst klukkan 19:15 en útsending á Hringbraut hefst skömmu fyrir það.