Íslenskir dómarar verða að störfum í Sambandsdeild UEFA á Gíbraltar í dag.
Ívar Orri Kristjánsson verður dómari leiksins og honum til aðstoðar verða Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson. Þorvaldur Árnason verður fjórði dómari.
St Joseph’s FC tekur á móti SK Slavia Praha og er leikurinn fyrri leikurinn í annarri umferð undankeppni Sambandsdeildar UEFA.