Marca á Spáni segir frá því að Real Madrid sé nýjasta stórveldið í fótboltanum til að hafna því að taka Cristiano Ronaldo í sumar.
Ronaldo vill fara frá Manchester United í sumar en svo virðist vera að ekkert af stóru félögum fótboltans vilji sjá kappann.
FC Bayern hefur hafnað því að fá Ronaldo og sömu sögu er að segja af Chelsea. Nú segir Marca að Real Madrid útiloki að semja við hann.
Ronaldo er 37 ára gamall og átti sín bestu ár sem fótboltamaður hjá Real Madrid áður en hann fór til Juventus. Hann gekk svo í raðir Manchester United síðasta sumar.
Ronaldo skoraði talsvert af mörkum fyrir United en liðinu vegnaði ekki vel og vill Ronaldo því fara.