Það var sett áhorfsmet á leik á Evrópumóti kvenna hér á landi þegar Ísland og Frakkland áttust við. Valgeir Vilhjálmsson, markaðsrannsóknarstjóri hjá RÚV, segir frá þessu.
Leiknum lauk 1-1 en Ísland féll úr leik á svekkjandi hátt, þrátt fyrir góða frammistöðu.
63 prósent landsmanna horfðu á leikinn. Metið var þar með bætt um fimm prósent. Metið sem áður var, 58 prósent, kom einmitt þegar stelpurnar mættu Frökkum á EM 2017.
Knattspyrna í kvennaflokki er í gífurlegum vexti um allan heim, sem og hér á landi, eins og sjá má á þessum tölum.
NÝTT áhorfsmet á EM kvenna… 63% horfðu á leik Íslands og Frakklands á EM kvenna í fótbolta samkvæmt bráðabirgðatölum sem bárust í dag! Gamla metið var 58% á leik Íslands og Frakklands á EM kvenna 2017. #ruvithrottir #weuro2022 #emruv #fotbolti pic.twitter.com/znlu38oqw8
— Valgeir Vilhjalmsson (@valgeirv) July 20, 2022