Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem hefur verið birt í Annals of Internal Medicine. Washington Post skýrir frá þessu.
Vísindamennirnir fylgdust með kaffineyslu og heilsufari 171.616 þátttakanda í um sjö ár. Meðalaldur þeirra var tæplega 56 ár og voru þeir hvorki með krabbamein né hjarta- eða æðasjúkdóma þegar rannsóknin hófst.
Vísindamennirnir komust að því að þeir sem drukku 1 ½ til 3 ½ bolla af kaffi á dag voru í 30% minni hættu á að deyja á rannsóknartímanum af hvaða dánarorsök sem var, þar á meðal úr krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum, en þeir sem drukku ekki kaffi. Ekki skipti máli hvort þátttakendurnir drukku sykrað eða ósykrað kaffi nema hvað sykurmagnið mátti ekki vera meira en ein teskeið á bolla.
Ekki skipti neinu máli hvernig kaffi var drukkið, skyndikaffi, hefðbundið eða koffínlaust. Ekki liggur fyrir hvort það skipti máli hvort fólk noti gervisætuefni.