fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Pressan

Bíræfnir vínþjófar handteknir – Stálu víni fyrir 225 milljónir

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. júlí 2022 22:30

Hún var að dreypa á rauðvíni þegar hryllingurinn hófst.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir níu mánaða rannsókn og eltingarleik tókst lögreglunni nýlega að handtaka bíræfna vínþjófa sem eru grunaðir um að hafa stolið 45 vínflöskum að verðmæti sem svarar til um 225 milljóna íslenskra króna.

Vínþjófarnir, karl og kona, stálu víninu af veitingastaðnum og hótelinu Atrio í Cáceres á Spáni. Um dýrt franskt vín var að ræða, þar á meðal flösku af Château D‘Yguem frá 1806.

The Guardian segir að samkvæmt því sem segi í tilkynningu frá spænsku lögreglunni hafi þjófnaðurinn verið vandlega skipulagður. Parið hafi skráð sig inn á hótelið og hafi konan framvísað fölsuðum svissneskum skilríkjum. Þau hafi síðan snætt kvöldverð á veitingastað hótelsins og farið í skoðunarferð um frægan vínkjallara veitingastaðarins.

Eftir það hafi þau farið inn í herbergið sitt en maðurinn hafi fljótlega farið aftur í vínkjallarann. Hann hafi notað lykil, sem hafði verið útbúin áður, til að komast inn í kjallarann. Þaðan kom hann út með þrjá stóra bakpoka, einn á bakinu og hina í höndunum. Í þeim voru vínflöskurnar vafðar inn í handklæði. Á meðan maðurinn gerði þetta dró konan athygli starfsfólks að sér með því að biðja um mat þrátt fyrir að eldhúsið væri lokað. Fólkið yfirgaf hótelið síðan klukkan 05.30 næsta morgun.

Eftir níu mánaða rannsóknarvinnu og eltingarleik við parið tókst lögreglunni að hafa uppi á þeim og handtaka á landamærum Svartfjallalands og Króatíu. Um samvinnuverkefni nokkurra lögregluliða var að ræða og einnig komu Alþjóðalögreglan Interpol og Evrópulögreglan Europol að málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu lengi getur þú staðið á öðrum fæti? – Getur varpað ljósi á hvort þú eldist of hratt

Hversu lengi getur þú staðið á öðrum fæti? – Getur varpað ljósi á hvort þú eldist of hratt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta gerist ef þú fjarlægir ekki köngulóarvef

Þetta gerist ef þú fjarlægir ekki köngulóarvef
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?