fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Bróðir Ingólfs segir erfitt að vita ekki hvenær mál sé að linni – „Ég hef nánast bara óskað þess að það væri einhvers konar dómur“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. júlí 2022 20:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Þórarinsson, knattspyrnumaður og tónlistarmaður, segir að mál bróður hans, Ingólfs Þórarinssonar veðurguðs, hafi tekið verulega á hann, sérstaklega þar sem ekki sé vitað hvað sé rétt í málinu og enginn leið til að finna neinn endapunkt.

Guðmundur var gestur í hlaðvarpi Begga Ólafs þar sem hann svaraði spurningum. Ein þeirra var eftirfarandi:

Ímyndaðu þér að það væri ekki hægt að dæma þig og þú gætir sagt frá einni skoðun sem gæti verið túlkuð sem óvinsæl af öðrum. Hver væri sú óvinsæla skoðun?

Guðmundur svaraði að hann yrði þar að nefna það sem mest lægi honum á hjarta þessa daganna, málefni bróður hans Ingó Veðurguðs. Fyrir um ári síðan birtust á samfélagsmiðlum tugir nafnlausra frásagna þar sem Ingó var borinn þungum sökum um framferði sitt í garð kvenna. Meðal annars var hann sagður hafa brotið gegn konum kynferðislega og sængað hjá fjölda stúlkna undir lögaldri.

Guðmundur velti því upp hver staðan í samfélaginu væri orðin ef hann, sem bróðir Ingólfs, treysti sér vart til að tjá sig um málið.

„Mér finnst þetta bara orðin alltof ýkt umræða. Ég er að reyna að passa mig hvað ég er að segja, en mér finnst samt að mörgu leyti.. – hvert er þetta komið þá ef maður er farinn að passa sig á því hvað maður er að segja sem bróðir einhvers aðila?“ 

Málið aðstandendum erfitt

Guðmundur segir að sem aðstandandi aðila sem hefur verið borinn sökum með viðlíka hætti og Ingó, það er á samfélagsmiðlum en ekki í gegnum dómskerfið, þá sé erfitt að takast á við það þar sem engin geti sagt aðstandendum hver endapunkturinn sé, hvernig aðili geti afplánað dóm götunnar og farið að byggja upp líf sit aftur.

„Ég hef nánast bara óskað þess að það væri einhvers konar dómur,“ segir Guðmundur því þá væri einhver endir kominn í málið.

Guðmundur segir að bróðir hans sé ekki fullkominn, en hann hafi þó aldrei orðið vitni að því að Ingó hagi sér með þeim hætti og lýst er í þeim sögum sem voru birtar gegn honum.

Þegar sögurnar hafi verið birtar hafi aðstandendur Ingólfs átt erfitt með að átta sig á því sem væri að gerast. Þau eigi þó sem betur fer góða að.

„Að sjá mömmu og pabba sem hafa ekkert nema verið góð og gert sitt besta, þau taka þetta náttúrulega rosalega inn á sig.“

Hver er lausnin?

Guðmundur veltir því fyrir hver lausnin í svona málum sé og hvort krafan sé virkilega sú að einstaklingar í sömu stöðu og Ingólfur eigi bara ekki afturkvæmt í samfélagið.

„Eins og þetta lítur út fyrir mér í dag, hann má ekki vinna vinnuna sína, hann má ekki eiga fyrirtæki, hvað má hann? Hver er lausnin? Er það að aðilinn lendi á götunni? Ég næ ekki alveg að tengja þetta allt saman þannig að þetta sé heilbrigt.“ 

Guðmundur viðurkennir að hann sé meðvirkur en á sama tíma tekur hann fram að Ingólfur er bróðir hans sem hann ólst upp með og þekkir að góðu. Þetta sé eina systkini hans og Guðmundur hafi ekkert vont í Ingó séð er þeir ólust upp saman. Veltir Guðmundur því fyrir sér hvort það sé virkilega svo að hann megi ekki tjá sig og koma bróður sínum til varnar.

„Ég veit ég er meðvirkur og allt það en ég hef samt lifað með þessum einstaklingi allt mitt líf og ég hef aldrei séð neitt vont í honum, ef þú skilur hvað ég er að meina. Aldrei. Á þá að dæma mig fyrir þá skoðun? Ég er bara að segja mína hlið og ég er að segja satt frá.“ 

Guðmundur segir að það geti ekki verið í lagi að fólk megi segja hvað sem er um hvern sem er. Auðvitað sé bróðir hans opinber manneskja og frægur, en það geti ekki verið svo að það sé þó ekki einhver mörk um hverju megi halda fram um hann í umræðunni.

Má saka hvern sem er um hvað sem er?

Veltir Guðmundur því jafnvel fyrir sér hvort hann sjálfur megi eiga á hættu að missa vinnuna sína ef hann tjáir skoðun sína á málinu.

„Mér finnst bara alltof erfitt að mega ekki einu sinni taka þá umræðu. Eða ég veit það ekki, má það? Þá er ég allt í einu orðinn hræddur. Má ég vinna vinnuna mína núna ef ég segi þessa skoðun?“

Guðmundur veltir því einnig upp hvert markmiðið er í umræðunni um mál Ingólfs. Það sé mikilvægt að berjast gegn kynferðisofbeldi en geti sú barátta þýtt að það megi ásaka hvern sem er um hvað sem er?

Eins nefnir Guðmundur að það sé erfitt að um nafnlausar frásagnir sé að ræða svo aðstandendur geti ekki einu sinni sjálfir lagt mat á sönnunargögnin eða fengið eitthvað „áþreifanlegt“ í hendurnar.

Nefnir Guðmundur sérstaklega að hann sé sjálfur á móti ofbeldi, hann nefnir einnig að það sé furðulegt að hann finni sig knúinn til að nefna það sérstaklega þegar hann talar um mál bróður síns. Það að vilja fá einhvern enda í málið, eða tala máli bróður síns geti ekki sjálfkrafa þýtt að Guðmundur sé að styðja við ofbeldi.

„Ég verð alveg smá heitur þegar ég tala um þetta því mér finnst þetta bara orðið alltof mikið og sem aðstandandi vill maður auðvitað vera til staðar, en maður á einhvern veginn ekki séns. […] Maður vill bara getað haldið áfram með sitt líf og byggt sig upp áfram en þá er einhvern veginn erfitt að hafa þetta hangandi yfir sér í lífinu.“ 

Sjálfur segir Guðmundur að helst vilji hann bara vita hvenær þetta geti tekið enda. Fá að vita hvað dómstóll götunnar vill að bróðir hans afpláni eða geri til að hægt sé að halda áfram.

Hann sjálfur ætlar þó áfram að styðja við Ingó. Enda séu þeir bræður.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“