fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Khloé Kardashian rýfur þögnina eftir nýjustu tíðindin

Fókus
Miðvikudaginn 20. júlí 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tæpri viku bárust þær fréttir að raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian ætti von á sínu öðru barni með körfuboltamanninum Tristan Thompson, en staðgöngumóðir sem gengur með barnið á von á sér á næstu mánuðum.

Fréttirnar vöktu töluverða athygli enda eru þau Khloé og Tristan hætt saman eftir að í ljós kom að ekki bara hafði Tristan enn einu sinni haldið framhjá henni, heldur hafði hann einnig feðrað barn með einu viðhaldinu. Nú er komið í ljós að þegar Khloé komst að framhjáhaldinu var staðgöngumóðir komin nokkrar vikur á leið.

Khloé hefur ekki tjáð sig síðan fregnir bárust um væntanlegt barn en nú hefur hún rofið þögnina á samfélagsmiðlum. Hún birti færslu á Instagram þar sem hún deildi myndum af sér með fjögurra ára dóttur sinni, True, en þær voru að njóta sumarblíðunnar.

„Ég og mín besta stelpa að skapa bestu minningarnar. Ég mun alltaf standa við bakið á þér engillinn minn.“

Tristan var á dögunum myndaður með nýrri konu, en þau héldust í hendur og skelltu sér út á lifið í Grikklandi.

Khloé hefur brugðist við fregnum af þessu útstáelsi með óbeinum hætti en hún „læk-aði“ færslu frá aðdáendasíðu hennar sem skrifaði á samfélagsmiðlum „Til þeirra sem eru að fríka út yfir þessu myndskeiði af Tristan í Grikklandi með annari konu – Khloé og Tristan eru bæði einhleyp.“

Aðdáendasíðan minnti einnig á að heimildarmaður með tengsl við Kardashian-fjölskylduna hafi sagt í samtali við E!News að Khloé og Tristan séu ekki lengur saman og hafi ekki talast við síðan í desember nema bara hvað varðar uppeldið á dóttur þeirra.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Khloé Kardashian (@khloekardashian)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“