fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

„Endursmitum hefur fjölgað verulega síðustu tvo mánuði“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 20. júlí 2022 10:39

Þríeykið, Víðir, Þórólfur og Alma. Mynd:

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endursmitum af völdum Covid-19 hefur fjölgað á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu sem birt var á vef Landlæknis í dag. „Helsti óvissuþátturinn í dag um Covid-19 faraldurinn snýr að því hversu vel og lengi ónæmi varir eftir sýkingu og/eða bólusetningu,“ segir í tilkynningunni.

Í tilkynningunni vísað í skýrslu frá Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins (EDCD) frá 18. júlí síðastliðnum. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir að þriðji skammtur bólusetningar virki vel gegn alvarlegum veikindum af völdum Covid-19 þá dvíni verndin á fyrstu þremur mánuðunum eftir bólusetninguna.

Þá kemur fram að verndin sé misgóð eftir afbrigðum veirunnar og að verndin sé til að mynda minni gegn ómícron afbrigðiunu en öðrum afbrigðum. „Fjórði bólusetningarskammtur bætir hins vegar verndina til muna en ekki er komin nægileg reynsla enn sem komið er til að segja hversu lengi hún varir,“ segir í tilkynningunni frá Landlækni.

„Sóttvarnalæknir fylgist einnig með hversu vel og lengi vernd eftir fyrstu sýkingu af völdum Covid-19 varir. Á Íslandi hafa 200.397 Covid-19 smit greinst opinberlega frá upphafi faraldursins og þar af hafa 5.116 greinst tvívegis og 19 þrisvar. Endursmit eru því í heild 2.6% af öllum smitum en reikna má með að hlutfallið sé hærra þvi ekki fara allir sem greinast með endursmit til dæmis á heimaprófum í opinber próf.“

Þegar endursmitin eru skoðuð nánar þá kemur í ljós að af þeim 30.487 sem greindust í fyrsta sinn á árunum 2020 og 2021 þá endursýktust 4.026 á árinu 2022 eftir að ómícron bylgjan hófst eða 13,2%. Af þeim 169.069 sem smituðst í fyrsta sinn á árinu 2022 þá hefur 841 endursýkst (0,5%). Hafa ber í huga að alþjóðleg skilgreining á endursmiti er nýtt smit sem greinist 60 dögum eða síðar eftir fyrra smit.

„Þannig er ljóst að hættan á endursmiti er háð tíma frá fyrra smiti sem endurspeglar dvínandi vernd með tímanum. Einnig virðast ný afbrigði veirunnar eiga auðveldara með að komast undan ónæmi af völdum fyrri afbrigða. Endursmitum hefur fjölgað verulega síðustu tvo mánuði og hafa síðustu vikurnar verið um 20% af daglegum fjölda smita. Fjölgunin tengist aukningu á BA.5 afbrigði kórónaveirunnar en þetta afbrigði veldur nú um 80% allra smita hér á landi. Erlendar rannsóknir hafa jafnframt sýnt að BA.5 afbrigðið sleppur meira en önnur afbrigði undan ónæmi af völdum fyrri smita.“

Að lokum segir í tilkynningunni að næstu vikur og mánuðir muni skera úr um hversu algeng endursmit af völdum nýrra afbrigða veirunnar verða. „Sú vitneskja mun vega þungt í ákvarðanatökum um endurbólusetningar næsta haust/vetur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“