fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Lína Birgitta þvertekur fyrir að selja sólgleraugu frá AliExpress á uppsprengdu verði – „Ég snerti ekki AliExpress, ég get alveg vottað fyrir það“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 20. júlí 2022 11:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldaparið Lína Birgitta Sigurðardóttir og Guðmundur Birkir Pálmason, sem betur er þekktur sem Gummi Kíró, greindu frá því á dögunum að þau væru búin að opna sólgleraugnaverslun á netinu. Vefverslunin Moxen opnaði síðastliðinn sunnudag, þó enn sé ekki á hægt að festa kaup á sólgleraugu þar. Fram kemur á vef verslunarinnar að verið sé að vinna í síðunni og að hún opni fljótlega. Fólk sem er áhugasamt um sólgleraugun getur þó skráð sig á póstlista til að fá tilkynningu þegar hún opnar sem og 10% afslátt.

Í umfjöllun Viðskiptablaðsins um sólgleraugnaverslunina Moxen í gær kemur fram að sólgleraugun sem seld eru á síðunni séu „hönnuð af parinu Línu og Gumma“. Þá segir Lína Birgitta í samtali við Viðskiptablaðið að þau Gummi séu að „sækja innblástur í götutísku við hönnun á gleraugunum“.

Netverjar vilja þó meina að parið hafi frekar sótt þennan innblástur sinn austur til Asíu, eða öllu heldur til vefverslunarinnar AliExpress. Athygli var vakin á því á samfélagsmiðlinum Twitter í gær hversu mikið sólgeraugun frá Moxen svipa til sólgeraugna sem til sölu eru á AliExpress. Þegar grannt er að gáð má finna að minnsta kosti þrjár týpur af sólgleraugum á AliExpress sem svipa mjög til þeirra sem Lína og Gummi verða með til sölu í vefversluninni Moxen.

„Hvað er eiginlega í þessum límmiða???“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ágætlega frægir Íslendingar eru sakaðir um að selja ódýran varning sem sína eigin hönnun. Það vakti til dæmis mikla athygli þegar DV fjallaði um að Óli Geir væri að selja ódýr úr sem sína eigin hönnun. Þá vakti það einnig athygli þegar greint var frá því að Tanja Ýr væri að selja skargripi frá AliExpress á uppsprengdu verði.

Helsti munurinn á sólgeraugunum sem finna má á Aliexpress og þeim sem Moxen hyggst selja virðist vera sá að á Moxen-gleraugunum er límmiði með merki þessarar nýju vefverslunar. Þá er reyndar nokkuð mikill verðmunur á sólgleraugunum sem fást á AliExpress og þeim sem Moxen selur.

„Hvað er eiginlega í þessum límmiða???“ spyr einmitt einn netverji á Twitter þar sem límmiðinn virðist ýta verðmæti sólgleraugnanna upp til muna að mati Línu og Gumma. AliExpress selur nefnilega sólgleraugun sín á allt frá 101 krónu og upp í 1.016 krónur á meðan sólgleraugun frá Moxen kosta minnst 7.990 krónur og mest 8.990 krónur.

Til dæmis kosta REY sólgleraugun frá Moxen 7.990 krónur en sólgleraugun sem svipa til þeirra á AliExpress kosta án afsláttar 411 krónur. Það er því um 1.944 prósenta verðmunur á þeim gleraugum og svipaða sögu er að segja af fleiri gleraugum. Til að mynda munu VICE sólgleraugun hjá Moxen kosta 7.990 krónur en svipaða týpan á AliExpress kostar einungis 203 krónur. Verðmunurinn þar er því um 3.936 prósent.

Miðað við ásakanir netverja virtist vera sem innblásturinn sem Lína og Gummi tala um í samtali við Viðskiptablaðið hafi einskorðast af litlu öðru en vafri á AliExpress, límmiða og von um skjótfenginn gróða.

„Það er eitthvað sem við höfum aldrei sagt“

Lína Birgitta segir þó að svo sé ekki í samtali við DV. Hún segir Viðskiptablaðið hafa farið rangt með staðreyndir í frétt sinni þar sem hún hefur aldrei sagst hafa hannað sólgleraugu. „Nei það er eitthvað sem við höfum aldrei sagt, ég hef aldrei hannað eða teiknað upp sólgleraugu og sagt hvernig ég vil að þau séu,“ segir hún í samtali við blaðamann og lýsir því svo hvernig ferlið fer fram.

„Við erum sem sagt með stóran framleiðanda í Kína sem framleiðir gleraugu fyrir alveg mjög þekktar verslanir sem selja sólgleraugu, þetta er samt ekki svona hátískumerki náttúrulega því við erum að bjóða upp á þetta á mjög góðu verði. En við vinnum sem sagt þannig að við veljum stílana, við veljum rammana og linsurnar. Við náum svona að púsla þessu saman, því sem okkur finnst flott saman, því sem hentar vörumerkinu, því sem hentar Moxen – þetta er Moxen.

Svo erum við algjörir lúðar þegar kemur að því að fylgjast með götutísku, hvernig sólgleraugu fólk er með og hvernig bara fólk er, því við lítum svo mikið á sólgleraugu sem skart. Þannig við sendum myndir út á framleiðandann, bara þetta eru gleraugun sem við erum að tala um, þetta er Moxen, þetta er Moxen.“

Þá segir Lína að þau hafi einnig aðgang að vörulista með sólgleraugum sem framleiðandinn selur. Þar getum við valið sólgleraugu sem framleiðandinn er að selja. Við höfum valið nokkrar týpur úr vörulistanum líka líka sem við viljum hafa, sem okkur finnst henta fyrir Moxen vörumerkið,“ segir hún.

Lína Birgitta. Mynd/Instagram

Segist ekki snerta AliExpress

Lína segist ekki kippa sér mikið upp við ásakanir netverja um að þau selji vörur frá AliExpress. „Ég er orðin svo ónæm fyrir þessu AliExpress dæmi því ég er búin að vera núna í níu ár í fyrirtækjarekstri, ef ég væri að koma með nýtt vörumerki þá er ég ekki að fara að panta af AliExpress og selja það. Þú getur fengið allt af AliExpress, ég get fengið þetta allt – komdu með einhverja vöru og ég get farið á AliExpress og keypt mér hana,“ segir hún.

„Ég snerti ekki AliExpress, ég get alveg vottað fyrir það. Ég hef aldrei sagst hafa hannað eitt né neitt, hvernig við vinnum er bara að við veljum það sem okkur finnst flott og við setjum saman einhverjar samsetningar. Ég get alveg vottað fyrir það af líf og sál að ég hef ekki verið að panta af AliExpress, ég vinn ekki þannig.“

„Þetta er bara byrjunin“

Eins og áður segir er vefverslun Moxen ekki enn opin þrátt fyrir yfirlýsingar þess efnis. Lína segir að ástæðan fyrir því sé sú að þau Gummi hafi ákveðið að skipta um greiðslukerfi. „Greiðslufyrirtækið sem við gerðum samning við, það er búinn að vera einhver galli þar. Þannig við erum að skipta um greiðslukerfi og ætlum að opna hana aftur í lok júlí,“ segir hún.

„Þannig við ætlum bara að gera síðuna flottari, skipta um greiðslukerfi og koma með ennþá fleiri greiðsluvalmöguleika. En við erum með opið núna fyrir póstlista þannig við látum fólk vita um leið og það opnar þar og á Instagram.

Þá segir Lína að Moxen vörumerkið sé bara í startholunum. „Við erum bara rétt að byrja. Okkur langaði að byrja bara með sólgleraugu en svo næsta sumar langar okkur líka að byrja að framleiða á Ítalíu. Þá viljum við meira taka þátt í bara nákvæmlega hvernig við myndum vilja hafa þetta. Því við erum farin að stúdera það svolítið mikið hvernig sólgleraugnabransinn virkar og hvernig þetta er, maður verður að byrja einhvers staðar. Svo viljum við líka bæta við alls konar fylgihlutum sem við myndum bara vilja gera sjálf, eins og svona „accessories“. Við erum með alls konar hugmyndir hvað það varðar,“ segir hún.

„Þetta er bara byrjunin, við erum ógeðslega ánægð með það hvernig þetta er núna og viðtökurnar sem þetta er að fá. Þannig ég ætla ekkert að líta á þetta sem eitthvað svona… ég veit það ekki, ég er bara orðinn ónæm fyrir þessu.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Í gær

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli