fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Leita að apa sem réðst á 10 manns

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. júlí 2022 20:00

Japanskur api nýtur lífsins. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japönsk yfirvöld reyna nú að handsama apa sem hefur hrellt fólk í Ogori-héraðinu í Yamaguchi. Apinn hefur ráðist á að minnsta kosti 10 manns, þar á meðal kornabarn og tvær fjögurra ára stúlkur, á síðustu tveimur vikum.

Sky News segir að embættismenn hafi varað fólk við að hafa glugga opna. Fyrstu árásirnar áttu sér stað 8. júlí og síðan hefur apinn látið á sér kræla öðru hvoru.

Yfirvöld hafa dreift flugritum til að vara fólk við dýrinu og til að hvetja það til að vera á varðbergi.

Lögreglan leggur að sögn mikla vinnu í að ná apanum og hefur sett upp gildrur.

Alvarlegasta árásin var þegar apinn komst inn á heimili og klóraði kornabarn illa. Móðir barnsins sagðist hafa verið að ryksuga þegar hún heyrði barnið gráta. Hún hafi þá snúið sér við og séð apann halda um fætur barnsins sem var á gólfinu. „Það leit út eins og hann væri að reyna að draga það út,“ sagði hún.

Apinn er sagður vera 40-50 cm á hæð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum