fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Rússar sagðir undirbúa innlimun úkraínskra landsvæða í Rússland

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. júlí 2022 07:59

Rússneskir hermenn í Úkraínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesk yfirvöld eru sögð vera að undirbúa innlimun hertekinna úkraínskra landsvæða í Rússland. Verið er að undirbúa innsetningu rússnesksinnaðra embættismanna í hin ýmsu embætti en þeir eru auðvitað ekkert annað en strengjabrúður rússneskra yfirvalda.

Þetta er mat bandarískra leyniþjónstustofnana að sögn Sky News. Fram kemur að Rússar ætli einnig að neyða íbúa á herteknum svæðum til að sækja um rússneskan ríkisborgararétt og rússneska rúblan verður gerð að gjaldmiðli.

John Kirby, talsmaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins, sagði í gær að bandarísk yfirvöld hafi upplýsingar um að Rússar séu að vinna undirbúningsvinnu að innlimun hertekinna rússneskra landsvæða í Rússland, svipað og þeir gerðu við Krím 2014. Alþjóðasamfélagið telur þá innlimun vera ólöglega.

Kirby sakaði Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, um að hafa dustað rykið af áætlunum frá 2014.

Hann sagði einnig að bandarísk yfirvöld muni tilkynna um nýja vopnasendingu til Úkraínu á næstu dögum. Reiknað er með að í þeirri sendingu verði enn fleiri HIMARS flugskeytakerfi en þau hafa komið að góðu gagni og valdið Rússum miklu tjóni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“