fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Fréttir

Rússar sagðir undirbúa innlimun úkraínskra landsvæða í Rússland

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. júlí 2022 07:59

Rússneskir hermenn í Úkraínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesk yfirvöld eru sögð vera að undirbúa innlimun hertekinna úkraínskra landsvæða í Rússland. Verið er að undirbúa innsetningu rússnesksinnaðra embættismanna í hin ýmsu embætti en þeir eru auðvitað ekkert annað en strengjabrúður rússneskra yfirvalda.

Þetta er mat bandarískra leyniþjónstustofnana að sögn Sky News. Fram kemur að Rússar ætli einnig að neyða íbúa á herteknum svæðum til að sækja um rússneskan ríkisborgararétt og rússneska rúblan verður gerð að gjaldmiðli.

John Kirby, talsmaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins, sagði í gær að bandarísk yfirvöld hafi upplýsingar um að Rússar séu að vinna undirbúningsvinnu að innlimun hertekinna rússneskra landsvæða í Rússland, svipað og þeir gerðu við Krím 2014. Alþjóðasamfélagið telur þá innlimun vera ólöglega.

Kirby sakaði Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, um að hafa dustað rykið af áætlunum frá 2014.

Hann sagði einnig að bandarísk yfirvöld muni tilkynna um nýja vopnasendingu til Úkraínu á næstu dögum. Reiknað er með að í þeirri sendingu verði enn fleiri HIMARS flugskeytakerfi en þau hafa komið að góðu gagni og valdið Rússum miklu tjóni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Aftur unnin skemmdarverk á regnbogafána í leikskóla í Hafnarfirði

Aftur unnin skemmdarverk á regnbogafána í leikskóla í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Jökull er búinn að fá nóg af lausum köttum – „Og það versta er you coul’nt care less…“

Jökull er búinn að fá nóg af lausum köttum – „Og það versta er you coul’nt care less…“
Fréttir
Í gær

Fleiri Íslendingar hlynntir aðild að ESB en andvígir

Fleiri Íslendingar hlynntir aðild að ESB en andvígir
Fréttir
Í gær

Tengdamömmunni misboðið: „Ég vil helst að hún standi í pontu Alþing­is og biðji mig afsökunar þar“

Tengdamömmunni misboðið: „Ég vil helst að hún standi í pontu Alþing­is og biðji mig afsökunar þar“
Fréttir
Í gær

Bandarískir ferðamenn sagðir sýna ótrúlegan dónaskap á Íslandi – „Hún sló í myndavélina mína með göngustafnum“

Bandarískir ferðamenn sagðir sýna ótrúlegan dónaskap á Íslandi – „Hún sló í myndavélina mína með göngustafnum“
Fréttir
Í gær

Þóra segir að byltingin sé nú búin að éta börnin sín – „Við lentum í því að vóka yfir okkur“ 

Þóra segir að byltingin sé nú búin að éta börnin sín – „Við lentum í því að vóka yfir okkur“ 
Fréttir
Í gær

Upplifði martröð eftir að hafa leigt húsið út á Airbnb

Upplifði martröð eftir að hafa leigt húsið út á Airbnb
Fréttir
Í gær

Rússland vill friðarsamninga en ekki vopnahlé – „Stundum eru samningar skárri kostur en vopnasendingar“

Rússland vill friðarsamninga en ekki vopnahlé – „Stundum eru samningar skárri kostur en vopnasendingar“