fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Neytendastofa slær á puttana á N1 rafmagni – Mega ekki auglýsa ódýrasta rafmagnið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. júlí 2022 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendastofa birti í dag úrskurð þar sem N1 rafmagni er bannað að viðhafa tiltekna viðskiptahætti. Annars vegar er fyrirtækið áminnt fyrir að hafa ekki birt verðupplýsingar fyrir svokallaða þrautavaraleið, sem ætluð er neytendum sem velja sér ekki raforkusala. Hins vegar var fundið að því að N1 rafmagn auglýsi að fyrirtækið bjóði upp á ódýrasta rafmagnið þegar staðreyndin er sú að annar aðili á markaðnum býður upp á sama verð.

Neytendastofa birtir ítarlegan úrskurð um málið. Í svörum sínum við athugasemdum Neytendastofu sagði N1 rafmagn að félaginu væri ekki skylt að greina frá viðskiptum keppinautar og bæri því ekki skylda til að greina frá því að annar aðili byði upp á sama verð. Verðið hjá N1 rafmagni væri sannanlega það lægsta á markaðnum. Neytendastofa hafnaði þessum röksemdum.

Þrautavaraleið er ætluð þeim viðskiptavinum sem hafa ekki valið sér raforkusala. N1 rafmagn taldi sig ekki þurfa að birta verðupplýsingar fyrir þrautavaraleið en birti verð fyrir þá viðskiptavini sem eru á föstum samningi enda sé rafmagn sem þeim er veitt keypt í gegnum langtímasamninga. Neytendastofa ítrekaði að fyrirtækinu bæri að birta verðupplýsingar til viðskiptavina í þrautavaraleið líka í markaðsefni sínu.

Niðurstaða Neytendastofu er að N1 rafmagn ehf. hafi brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga með því að birta ekki verð fyrir þrautavaraleið og sömuleiðis með því að birta fullyrðinguna „ódýrasta rafmagnið“ í markaðsefni sínu.

Sjá nánar á vef Neytendastofu

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi