Hitamælingar frá Heathrow-flugvelli hafa farið yfir fjörutíu gráðurnar í fyrsta sinn í mælingasögu Bretlands. 40,2° mældust fyrr í dag í Lundúnum. Fyrra hitamet Bretlands voru 38,7° sem mældar voru árið 2019.
Mælingarstofa Bretlands greindi frá þessu á Twitter. Undanfarið hefur geysað gríðarleg hitabylgja um alla Evrópu sem hefur komið einstaklega illa niður á Bretum þar sem þeir eru sérstaklega óvanir slíku hitastigi og er lítill minnihluti breskra heimila með loftkælingu.
🌡️ For the first time ever, 40 Celsius has provisionally been exceeded in the UK
London Heathrow reported a temperature of 40.2°C at 12:50 today
📈 Temperatures are still climbing in many places, so remember to stay #WeatherAware ⚠️#heatwave #heatwave2022 pic.twitter.com/GLxcR6gjZX
— Met Office (@metoffice) July 19, 2022