fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Ríkissaksóknari vill þyngri refsingu yfir Ara eltihrelli – Býr á Spáni og hefur verið birt áfrýjunarstefna

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. júlí 2022 13:00

Ari Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ara Sigurðssyni, sem lengi hefur verið kallaður „Ari eltihrellir,“ hefur verið birt áfrýjunarstefna í Lögbirtingarblaðinu. Í stefnunni gerir ríkissaksóknari kynnugt að hann hafi ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, frá 10. janúar á þessu ári, til Landsréttar. Þar var Ari sakfelldur fyrir stafrænt kynferðisbrot, stórfelldar ærumeiðingar og stórfelld brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi eiginkonu sinnar og barnsmóður.

Fólust brot Ara í því að á tveggja ára tímabili, 2017-2019, sendi hann á annað hundrað tölvupósta með kynferðislegum ljósmyndum af konunni til vina og kunningja konunnar en að auki voru myndirnar sendar til fjölmiðla og á fleiri staði. Þá birti hann kynferðisleg myndskeið af barnsmóður sinni á vefsíðum og sendi henni ærumeiðandi skilaboð í gegnum SMS og samskiptaforrit eins og Viber og Messenger. Þá lágu til grundvallar dómnum ærumeiðandi símtöl en konan tók sum þeirra upp.

Í dómnum kemur fram að Ari hafi kynnst konunni á netinu árið 2005 og ári síðar flutti hún frá heimalandi sínu í Asíu til Íslands. Þau hafi síðan skilið, tekið saman aftur, eignast barn og skilið aftur en í dómnum kemur fram að engu að síður hafi Ari dvalist meira og minna á heimili konunnar. Hann hefur þó einnig dvalist erlendis, meðal annars í Taílandi og Tenerife.

Ákæruliðirnir voru alls 136 og var Ari sakfelldur í öllum ákæruliðum. Hann neitaði sök og sagði málið tengjast forsjárdeilu. Héraðsdómur féllst ekki á þau sjónarmið og taldi yfir allan vafa hafinn að Ari hefði gerst sekur um öll brotin, 136 talsins. Þá var litið til þess við ákvörðun refsingarinnar hve mörg, gróf og alvarleg brotin voru.

Að mati dómsins sýndi Ari barnsmóður sinni og fyrrverandi konu fullkomið virðingarleysi og rauf við hana trúnað með grófum hætti. Myndirnar sem hann dreifði voru meðal annars myndir sem hún hafði sent honum frá heimalandi sínu þegar kynni voru að takast og í framhaldinu á fyrstu stigum sambandsins. Fullyrti hún að Ari hefði lofað að eyða myndefninu sem hefði verið tekið. Það gerði hann ekki heldur notaði myndirnar sem vopn gegn henni síðar meir.

Í dómnum kemur fram að vítaverðar hvatir hafi legið að baki verknaði Ara og að hann ætti sér engar málsbætur. Auk fangelsisdómsins, þrjú ár og níu mánuði, var Nokia Android One-sími Ara gerður upptækur auk símkorts. Þá var honum gert að greiða barnsmóður sinni 4 milljónir króna í miskabætur.

Ekki hefur tekist að birta Ara stefnuna

Í áfrýjunarstefnunni sem ríkissaksóknari birtir í Lögbirtingablaðinu kemur fram að ekki hafi tekist að birta Ara stefnuna og að hann búi á Spáni. Ríkissaksóknari vill að refsing yfir Ara verið þyngd, en eins og fyrr segir var hann dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi. Þeim dómi er áfrýjað til Landsréttar. Líklegt er að Landsréttur dæmi í málinu í haust.

Ari er 49 ára gamall en hann hefur margtoft verið sakaður um ærumeiðingar gegn konum á netinu. Hann er sagður halda úti fjölmörgum Facebook-hópum og Facebook-síðum til að hrella fyrrverandi kærustur eða konur sem hann hefur haft stutt kynni af. Er hann sagður auglýsa þær sem vændiskonur, bendla þær við barnaníð og almennt vega mjög að mannorði kvennanna.

Árið 2016 steig Björg Amalía Ívarsdóttir fram í viðtali við DV og lýsti ofbeldi Ara gegn sér. „Hann hefur sent flestum sem tengjast mér, meðal annars nágrönnum mínum, nektarmyndir af mér með ósmekklegum skilaboðum. Auk þess hefur Ari endurtekið stofnað Facebook-síðu þar sem hann birtir niðurlægjandi myndir og myndbönd af mér. Þá hefur hann ítrekað áreitt aðra fjölskyldumeðlimi og vini mína,“ sagði Björg. Sagðist á tímabili ekki hafa getað farið út úr húsi af skömm. Hún sagðist ennfremur hafa upplifað mikla vanlíðan vegna andlegs ofbeldis. Kveðst hún einnig hafa kært Ara fyrir heimilisofbeldi en ekki haldið kærunni til streitu. Hún bætir við að hún hafi verið brothætt á þessum tíma og því guggnað. „Hann kenndi mér alltaf um allt og ég var farin að trúa því að ég væri gjörsamlega vonlaus. Að hann hefði orðið að stöðva mig með þessum hætti, ítrekuðum kjaftshöggum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bayern gefst upp í bili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólöf Tara er látin

Ólöf Tara er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann olli skelfilegu umferðarslysi

Vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann olli skelfilegu umferðarslysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Pútín sé með leynilega áætlun – „Skelfilegt“

Segir að Pútín sé með leynilega áætlun – „Skelfilegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi