fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Tómas hringir viðvörunarbjöllunum – „Það er að skapast neyðarástand hjá flestum heimilum landsins!“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 19. júlí 2022 15:00

Tómas Ellert Tómasson. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Halló Alþingi, halló framkvæmdavald, það er að skapast neyðarástand hjá flestum heimilum landsins! Hvað ætlið þið að gera í því?…du,du,du,du,du.“

Svona hefst pistill sem Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg og byggingarverkfræðingur, skrifar en pistillinn birtist á Vísi í dag. Ljóst er að Tómas hefur miklar áhyggjur af verðbólgunni og þeim afleiðingum sem hún hefur í för með sér.

Segja má að með pistlinum sé Tómas að hringja viðvörunarbjöllum vegna verðbólgunnar en yfirskrift pistilsins er „Ring, ring, þing, það er neyðarástand!“

Snemma í pistlinum vitnar Tómas í Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, sem sagði á dögunum að mikil verðbólga væri „til þess fallin að skemma hagkerfið og draga úr lífsgæðum.“

„Formaður Miðflokksins hefur reyndar talað sterkt fyrir því að grípa þurfi til aðgerða vegna þessa ástands sem er uppi. Það er einnig samhljóða álit okkar sem störfum og stöndum vaktina í Miðflokknum að það sé hægt að ráðast strax í þrjár einfaldar aðgerðir til lausnar bráðavandanum sem kominn er upp í samfélaginu þannig að eignir og kaupmáttur almúgans fuðri ekki upp á verðbólgubálinu,“ segir Tómas í pistlinum.

Þá vitnar hann einnig í Nökkva Dan Elliðason, stærðfræðing og framhaldsnema við Yale University, sem sagði að ungt fólk ætti ekki möguleika á því í dag að eignast þak yfir höfuðið.

Vill aðgerðir straxRing, ring, þing, það er neyðarástand!

Tómas er á því að það þurfi að grípa til aðgerða til að stemma stigu við verðbólgunni. „Í fyrsta lagi að lækka skatta á matvæli, í öðru lagi að lækka skatta og gjöld á eldsneyti og í þriðja lagi að koma húsnæðismálunum í lag og kippa húsnæðisliðnum úr vísitölu neysluverðs,“ segir hann.

„Auk þess þarf að koma skipulags- og byggingarmálum í eðlilegt horf. Það er beinlínis grátlegt að horfa upp á það hve til dæmis byggingarreglugerð okkar Íslendinga er í hrópandi ósamræmi við reglugerðir nágrannalanda okkar, okkur og byggingum okkar í óhag.“

Tómas segir að það ríki stormur í hagkerfinu og að nú þurfi að koma heyinu í hús fyrir veturinn. Hann skorar á þingmenn og þau sem fara með framkvæmdavaldið til að bregðast við hið snarasta.

„Framangreindar aðgerðir sem Miðflokkurinn hefur bent á til lausnar bráðavandanum sem nú ríkir, er ekki mál sem kallar á skipun nefnda. Ástandið nú, kallar á aðgerðir strax og að þegar Alþingi verður kallað saman (vonandi í ágúst) að sett verði lög sem styðja við tillögur Miðflokksins á Alþingi.“

Hann segir að lokum að lagabreytingarnar séu mjög einfaldar í sniðum og að það sé hægt að gera þær með þremur pennastrikum. „1. Lækka matarskattinn, 2. lækka eldsneytisskatta og 3. kippa húsnæðisliðnum úr vísitölu neysluverðs. Heyja, heyja, hey.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur