fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
433Sport

Nýklipptur Gylfi mætti og faðmaði frænku sína í gær

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. júlí 2022 09:00

Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var mættur á leik Íslands og Frakklands í lokaumferð riðlakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í Rotherham í gær. Þetta er í annað skiptið á nokkrum dögum sem Gylfi sést opinberlega en lítið hafi heyrst eða sést til hans fyrir það frá því að hann var handtekinn í júlí á síðasta ári, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er frænka Gylfa Þórs sem mætti og studdi frænku sína áfram líkt og í leiknum gegn Ítalíu á dögunum. Það sýna myndir sem ljósmyndari Vísis tók en þar má einnig sjá Gylfa gefa sér tíma til þess að árita takkaskó hjá ungum áhorfanda.

Greint var frá því í gær að lögreglan í Manchester veit ekki hver næstu skref í máli Gylfa Þórs verða. Það sagiði hún í svari við fyrirspurn 433.is.

Gylfi hefur verið laus gegn tryggingu og í ferðabanni frá Englandi eftir að hann var handtekinn en tryggingin rann út á laugardag.

„Eins og áður hefur komið fram er trygging hans á enda og eins og staðan er núna vitum við ekki hver næstu skref verða,“ segir í svari lögreglunnar við fyrirspurn 433.is

Gylfi Þór er nú án félags en samningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út um síðustu mánaðarmót. Gylfi er 32 ára gamall en hann hefur verið í atvinnumennsku í fótbolta í 17 ár.

Hann lék ekkert með Everton á síðustu leiktíð eftir að lögreglan í Manchester hóf rannsókn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Umræðan á algjörum villigötum – „Að segja þær styðja við þjóðarmorð er bara mesta þvæla sem ég hef heyrt í lífi mínu“

Umræðan á algjörum villigötum – „Að segja þær styðja við þjóðarmorð er bara mesta þvæla sem ég hef heyrt í lífi mínu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íhuga að ráða Vieira í sumar

Íhuga að ráða Vieira í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Klámstjarna segir þetta hafa verið erfiðast við að byrja í iðnaðinum – Ekki ástæðan sem flestir hefðu giskað á

Klámstjarna segir þetta hafa verið erfiðast við að byrja í iðnaðinum – Ekki ástæðan sem flestir hefðu giskað á
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Orðaður við stjórastarfið hjá stórliði

Orðaður við stjórastarfið hjá stórliði
433Sport
Í gær

Newcastle vill sækja tvo enska landsliðsmenn í sumar

Newcastle vill sækja tvo enska landsliðsmenn í sumar
433Sport
Í gær

United skoðar að kaupa Suzuki

United skoðar að kaupa Suzuki
433Sport
Í gær

Lögfræðingur segir þekktan kærasta sinn hafa brotið alvarlega á sér – Lét hana drekka eigið þvag og tók það upp

Lögfræðingur segir þekktan kærasta sinn hafa brotið alvarlega á sér – Lét hana drekka eigið þvag og tók það upp
433Sport
Í gær

Svona er líklegt að Sölvi leysi fjarveru Arons og Gylfa um helgina

Svona er líklegt að Sölvi leysi fjarveru Arons og Gylfa um helgina