fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Pressan

Fundur nýrra steingervinga leysir ráðgátuna um pandabirni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. júlí 2022 20:00

Pöndur eru nú ansi krúttlegar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvenær fengu pandabirnir falskan þumalfingur? Líklega áttir þú ekki von á þessari spurningu í dag og enn síður á að fá svarið við henni. En nú getur þú öðlast nauðsynlega vitneskju um þetta.

Vísindamenn leystu nýlega þessa ráðgátu. Fundur sex milljóna ára gamalla steingervinga af bjarndýrum í suðvesturhluta Yunnanhéraðsins í Kína varpa ljósi á hvernig loppur pandabjarna hafa breyst í gegnum tíðina og af hverju þeir eru með auka „fingurlið“ sem ekki er hjá öðrum tegundum bjarndýra. Þessi auka fingurliður hjálpar þeim að halda utan um bambus sem er fæða þeirra.

Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og segir að samkvæmt því sem Wang Xiaoming, hjá Natural History Museum í Los Angeles, segir þá sýni þessi fundni falski þumalfingur í fyrsta sinn tímasetninguna og þróunarstigin í tengslum við að pandabirnir byrjuðu að éta bambus.

Steingervingurinn er með lengri þumalfingur en pandabirnir nútímans en á móti er hann með kló, sem vísar inn á við. Þessi falski þumalfingur hefur með tímanum þróast yfir í að geta „staðið undir töluverðri líkamsþyngd“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“