fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Vaknaði eftir að hafa legið í dái í tvö ár – Skýrði frá hver reyndi að drepa hana

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. júlí 2022 22:00

Wanda Palmer.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum vikum vaknaði Wanda Palmer, 51 árs, eftir að hafa verið í dái í tvö ár. Fljótlega eftir að hún vaknaði ræddi hún við lögregluna og skýrði frá hver réðst á hana fyrir tveimur árum.

Lögreglan fann hana á heimili hennar nærri Cottageville í Vestur-Virginíu í júní 2020. Ljóst var að ráðist hafði verið á hana, hún höggvin með sveðju eða öxi og skilin eftir til að deyja. CNN skýrir frá þessu.

Lögreglumenn töldu í fyrstu að hún væri dáin en áttuðu sig síðan á að hún andaði og var því enn á lífi. Árásarvopnið hefur ekki fundist.

Lögreglan segir að Palmer hafi sagt að bróðir hennar hafi ráðist á hana og veitt henni áverkana sem urðu til þess að hún lá í dái í tvö ár.

Vitni sagði hafa séð bróður Palmer, Daniel, við heimili hennar um miðnæturbil kvöldið áður en hún fannst helsærð. Lögreglan segir að ekkert annað hafi komið fram við rannsókn málsins sem gat gefið vísbendingu um hver hafi verið að verki. Engin símagögn, upptökur úr eftirlitsmyndavélum eða sjónarvottar hafi verið til staðar.

Lögreglan rannsakaði málið og hafði nokkra aðila í sigtinu en kærði enga.

Fyrir nokkrum vikum var henni tilkynnt að Palmer væri komin til meðvitundar og að hún vildi ræða við lögregluna. Hún gat í sjálfu sér ekki tjáð sig sjálf en hún gat svarað spurningum með já eða nei. Framburður hennar dugði til að lögreglan gat handtekið Daniel og kært fyrir morðtilraun og lífshættulega líkamsárás.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga