fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Bretar búa sig undir fordæmalausan hita í dag

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. júlí 2022 07:57

Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska veðurstofan, Met Office, hefur í fyrsta sinn gefið út rauða viðvörun vegna mikils hita. Viðvörunin nær til stórs hluta Englands en allt að 41 stigs hita er spáð í dag. Nýtt hitamet var líklega sett aðfaranótt mánudags þegar hitinn mældist 26 stig á Heathrow. Aldrei fyrr hefur svo hár hiti mælst að næturlagi á Bretlandseyjum. Met Office á þó eftir að staðfesta mælinguna.

Sky News segir að hinn mikli hiti hafi nú þegar valdið miklum truflunum á samgöngum. Til dæmis varð að loka Luton flugvelli um hríð í gær því flugbrautir voru ónothæfar vegna hita. Þá eru lestarsamgöngur víða úr skorðum vegna hita.

Rachel Ayers, hjá Met Office, sagði að dagurinn í dag verði „fordæmalaus“ því hitinn fari hugsanlega í 41 stig á nokkrum stöðum í Englandi. „Það mun gera þetta að heitasta degi sögunnar og í fyrsta sinn sem við sjáum hitann fara í 40 stig,“ sagði hún.

Hitamet munu væntanlega einnig verða slegin í Skotlandi og Wales. Í gær fór hitinn í 37,1 stig í Wales.

Yfirvöld hafa hvatt fólk til að ferðast ekki nema það sé „algjörlega nauðsynlegt“. Ayers sagði að reikna megi með áframhaldandi töfum á vegum úti, að vegum verði lokað og að tafir verði á ferðum járnbrautarlesta og þeim jafnvel aflýst. Einnig geti verið erfitt að halda uppi flugsamgöngum.

Sir David King, sérfræðingur í loftslagsmálum, sagði í samtali við Sky News að hitabylgjur af þessu tagi muni „endurtaka sig og verða enn verri í framtíðinni“. Bob Ward, hjá London School of Economics, sagði að Bretar verði að hætta „að hugsa um sig sem búandi í köldu landi“. „Á sumrin eru við núna heitt land,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið