Hallbera Gísladóttir er hætt að spila með íslenska kvennalandsliðinu eftir lokaleikinn á EM í kvöld.
Ísland er úr leik á EM kvenna eftir jafntefli við Frakka en liðið endar riðilinn með þrjú stig í þriðja sæti.
Ísland gerði jafntefli í öllum leikjum sínum og er fyrsta lið sögunnar til að detta úr keppni án þess að tapa.
Hallbera greindi frá því á Instagram í kvöld að hún væri búin að leggja landsliðsskóna á hilluna.
Hallbera er 35 ára gömul og spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2008 og lék í kjölfarið 128 leiki talsins.
,,Óendanlega stolt af þessu liði,“ skrifar Hallbera í færslu sinni í kvöld.
,,Ljúkum því miður keppni fyrr en við hefðum viljað en HM býður handan við hornið – það er ég viss um. Ísland mætir þar til leiks með unga leikmenn sem eiga glæsta framtíð og eru reynslunni ríkari, ásamt eldri og reyndari leikmönnum sem vísa veginn.“
,,Einhverntíman þarf allt að taka enda, en leikurinn í kvöld var minn síðasti á ferlinum.“
,,Frá mínum dýpstu hjartarótum TAKK FYRIR MIG.“
View this post on Instagram