fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433Sport

Sjáðu einkunnir leikmanna Íslands eftir jafntefli við Frakka – Glódís og Sara bestar

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 18. júlí 2022 21:39

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er úr leik á Evrópumótinu eftir 1-1 jafntefli gegn Frökkum í lokaleik riðilsins í kvöld.

Melvine Malard kom Frökkum yfir strax á fyrstu mínútu. Dagný Brynjarsdóttir jafnaði fyrir Ísland seint í uppbótartíma með marki af vítapunktinum.

Sigur Belga á Ítalíu þýðir að Ísland hafnar í þriðja sæti riðilsins og er úr leik.

Hér fyrir neðan má sjá einkunnir leikmanna Íslands í leiknum.

Sandra Sigurðardóttir – 7
Enn einn öruggi leikurinn hjá Söndru.

Guðný Árnadóttir (87′) – 6
Allt í lagi frammistaða. Lítið áberandi fram á við.

Glódís Perla Viggósdóttir – 8 (Maður leiksins)
Svakalega góður leikur hjá Glódísi, enn og aftur.

Ingibjörg Sigurðardóttir – 6
Heilt yfir fín frammistaða en leit ekki vel út í markinu og gerði mistök hér og þar.

Hallbera Guðný Gísladóttir (60′) – 6
Gerði sitt til baka og átti nokkrar hættulegar hornspyrnur. Annars hefði maður viljað sjá meira fram á við frá henni.

Sara Björk Gunnarsdóttir (60′) – 8
Mjög flottur leikur hjá Söru á báðum endum vallarins. Hennar besti leikur á mótinu.

Dagný Brynjarsdóttir – 6
Mjög lítið áberandi í fyrri hálfleik en vann aðeins á í seinni. Skoraði markið.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir -7
Góðir kaflar inn á milli þar sem hún var að búa til góðar stöður en þeir hefðu mátt vera fleiri. Vann vel fyrir liðið.

Sveindís Jane Jónsdóttir (60′) -5
Sveindís mjög oft sýnt meira en í dag.

Agla María Albertsdóttir (81′) -6
Ekki mjög áberandi en ógnaði á köflum.

Berglind Björg Þorvalsdóttir – 6
Var dugleg. Fínn leikur hjá Berglindi.

Varamenn

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir -6(60′)
Vann vel á miðjunni eftir að hún kom inn á.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir -5(60′)
Átti fína spretti eftir að hún kom inn á.

Svava Rós Guðmundsdóttir -5(60′)
Getur ógnað mikið með hraða sínum og sýndi það nokkrum sinnum.

Amanda Andradóttir (81′)
Spilaði ekki nóg til að fá einkunn

Elín Metta Jensen (87′)
Spilaði ekki nóg til að fá einkunn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skandall í VAR herberginu – Gómaður á veðmálasíðu í miðjum leik

Skandall í VAR herberginu – Gómaður á veðmálasíðu í miðjum leik
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Allt í steik hjá De Zerbi í Frakklandi – Leikmenn neituðu að æfa því hann mætti ekki

Allt í steik hjá De Zerbi í Frakklandi – Leikmenn neituðu að æfa því hann mætti ekki
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta eru þeir tíu leikmenn sem eiga að skara fram úr í Bestu deildinni í sumar

Þetta eru þeir tíu leikmenn sem eiga að skara fram úr í Bestu deildinni í sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

De Bruyne skrifar bréf og staðfestir að hann sé að hætta hjá City

De Bruyne skrifar bréf og staðfestir að hann sé að hætta hjá City
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Styrkur að hafa Heimi núna en Atli veit ekki hvort það sé svarið til lengri tíma

Styrkur að hafa Heimi núna en Atli veit ekki hvort það sé svarið til lengri tíma
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Halda því fram að Salah sé að krota undir nýjan samning á Anfield

Halda því fram að Salah sé að krota undir nýjan samning á Anfield
433Sport
Í gær

Úlfur Arnar las það á netinu að það ætti að reka hann úr starfinu – „Ég hélt að þetta væri ljótt slúður“

Úlfur Arnar las það á netinu að það ætti að reka hann úr starfinu – „Ég hélt að þetta væri ljótt slúður“
433Sport
Í gær

FH fær Ahmad Faqa – Hefur áður spilað á Íslandi með góðum árangri

FH fær Ahmad Faqa – Hefur áður spilað á Íslandi með góðum árangri