Valgeir Lunddal Friðriksson fékk um 20 mínútur í kvöld er lið Hacken heimsótti Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni.
Valgeir byrjaði leikinn á varamannabekknum en kom við sögu á 71. mínútu er staðan var 3-1 fyrir Hacken.
Hacken átti eftir að bæta við tveimur mörkum í frábærum 5-1 útisigri. Liðið er í toppsætinu með 31 stig eftir 14 leiki.
Oskar Sverrisson spilaði einnig fyrir lið Varberg á sama tíma er liðið gerði markalaust jafntefli við Helsingborg.
Aron Elís Þrándarson lék þá fyrir lið OB í Danmörku sem tapaði opnunarleik sínum í dönsku úrvalsdeildinni.
Aron Elís kom inná sem varamaður í seinni hálfleik í leik sem tapaðist 0-2.