Vinstri-bakvörðurinn Oleksandr Zinchenko er við það að ganga í raðir Arsenal frá Manchester City. Frá þessu er greint á vefsíðu The Athletic í kvöld og sagt að Zinchenko muni skrifa undir 4 ára samning við Norður-Lundúna félagið.
Talið er að Arsenal muni greiða Manchester City því sem nemur 32 milljónum punda fyrir Zinchencko og þá hefur félagið einnig náð samkomulagi við leikmanninn um kaup og kjör.
Zinchenko er afar fjölhæfur leikmaður sem hefur spilað á miðjunni með úkraínska landsliðinu en hefur verið notaður sem vinstri-bakvörður af Pep Guardiola hjá Manchester City.
Næsta skref hjá leikmanninum er að gangast undir læknisskoðun hjá Arsenal og í kjölfarið er hægt að skrifa undir samning.
🚨 EXCL: Arsenal finalising move for Oleksandr Zinchenko from Man City after reaching agreement in principle on 4yr contract. Fee £30m + £2m achievable adds & now personal terms in place too. If all goes to plan, medical then sign @TheAthleticUK #MCFC #AFC https://t.co/H1ltVpVjK5
— David Ornstein (@David_Ornstein) July 18, 2022