Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur verið ráðinn nýr stjóri DC United í Bandaríkjunum.
Rooney hefur gert fína hluti sem þjálfari en hann stýrði Derby County við erfiðar aðstæður á síðasta tímabili áður en hann sagði upp störfum.
Samkvæmt enskum miðlum er Rooney að horfa til Englands í von um liðsstyrk og villj semja við Phil Jones sem lék áður með honum í Manchester.
Jones er þrítugur varnarmaður sem er alls ekki inni í myndinni hjá Man Utd og sérstaklega ekki eftir komu Erik ten Hag.
Jones á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum í Manchester og gæti vel verið fáanlegur í sumar.