Arsenal hefur náð samkomulagi við Manchester City um vinstri bakvörðinn Oleksandr Zinchenko. Fabrizio Romano segir frá þessu.
Úkraínumaðurinn hefur verið sterklega orðaður við Arsenal og er hann nú líklega að ganga til liðs við félagið fyrir 30 milljónir punda.
Arsenal á aðeins eftir að semja við leikmanninn sjálfan. Það ætti þó ekki að verða mikið vandamál þar sem Zinchenko vill ólmur ganga til liðs við félagið.
Zinchenko spilar sem vinstri bakvörður með Man City en hefur leikið á miðjunni með landsliði Úkraínu.
Oleksandr Zinchenko update. There’s an agreement between Arsenal and Man City since Friday, £30m. Talks still ongoing on personal terms – the clubs want final decision within this week ⚪️🔴 #AFC
Zinchenko, keen on joining Arsenal – but contract details are still being discussed. pic.twitter.com/QHS2Y8C9ZW
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 18, 2022