Ólafur Jóhannesson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Vals í stað Heimis Guðjónssonar sem lét af störfum fyrr í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valsmönnum.
Sæti Heimis hafði verið ansi heitt undanfarið eftir slæmt gengi í Bestu deild karla. Í gær tapaði Valur gegn nýliðum ÍBV, 3-2. Liðið er í fimmta sæti deildarinnar, langt undir því sem væntingar stóðu til fyrir tímabilið en fjárfest var gríðarlega í leikmannahópi liðsins.
Ólafur Jóhannesson var látinn fara frá FH fyrr í sumar eftir slæmt gengi. Ólafur náði frábærum árangri með Val er hann stýrði liðinu á árunum 2014 til 2019, áður en Heimir tók við. Valur varð til að mynda Íslandsmeistari 2017 og 2018.
Ólafur Jóhannesson ráðinn þjálfari meistraflokks karla
Knattspyrnufélagið Valur hefur ráðið Ólaf Jóhannesson þjálfara meistaraflokks karla út núverandi tímabil. pic.twitter.com/af0wLEqb4j
— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) July 18, 2022