fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Skrif andstæðings Pútín í Rússlandi vekja athygli – „Nú þarf að kremja hann, ekki leyfa honum að skríða burt“

Rafn Ágúst Ragnarsson
Mánudaginn 18. júlí 2022 14:10

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski stjórnmálamaðurinn Leonid Volkov, sem er bandamaður Alexei Navalní stjórnarandstöðuleiðtoga, birti í gær þráð á Twitter þar sem hann fór yfir stöðu mála á víglínunni og þau sem honum þætti líklegast að næstu skref Pútíns væru. Hafa skrifið vakið mikla athygli en Volkov segir að pistillinn hafi fengið mikla dreifingu á rússneskum samskiptamiðli og því hafi hann ákveðið að snara honum einnig yfir á ensku. Í pistlinum segir Volkov að eina sem sé í stöðunni fyrir rússneska herinn í Úkraínu sé að skilja eftir sig sviðna jörð þar sem ekki fari miklar sögur af hernaðarafrekum Rússi.

„Svæði sem úkraínski herinn stjórnar munu verða fyrir harkalegri stórskotahríð. Næst munu Rússar senda málaliða sína á vettvang, sem þeir horfa ekki á sem manneskjur og telja ekki með í manntjónsskýrslum. Ef skotið er á þá hörfa þeir og stórskotaliðið hefur hríðina á ný,“ segir Leonid um hernaðaraðferð Rússa.

Hann segir þessa aðferð hafa gert Rússum kleyft að ná hægum árangri og mjaka sér lengra inn í Úkraínu án stórfellds manntjóns rússneskra hermanna eins og átti sér stað fyrstu mánuði stríðsins rússneska hersins.

Hins vegar hafi öflug vopn sem Vesturlönd hafa sent Úkraínumönnum breytt þessari stöðu og gert það að verkum að stórskotalið Rússa hefur ekki sömu yfirburði og áður.

Leonid Volkov

Pútín þarf vopnahlé

Þess vegna telur Volkov að Pútín óski sér helst að langt vopnahlé komist á. Það myndi gefa Rússum færi á að hvíla hermenn sína og safna styrk en aðallega  tryggja núverandi ástand.

„Vopnahlé myndi þýða að bráðabirgðalandamæri yrðu teiknuð, sem myndi einkenna pólitískan raunveruleika næstu ára. Það er ekkert ótímabundnara en hið tímabundna. Og þegar vopnahléi er náð munu raddir þess að slæmur friður sé betri en göfugt stríð vinna kosningar í Evrópu.“

Volkov segir að Pútín vilji vopnahlé svo að litið væri á framtíðartilraunir til að frelsa hernumin svæði úr klóm Rússa öðrum augum. Þá gæti Pútín málað Úkraínumenn upp sem árasargjarna á meðan hann undirbýr næstu árás.

Almenningur Evrópu lykilliður í áformum Pútíns

Volkov telur að Pútín hafi lært í gegnum árin að til þess að hafa áhrif á stjórnmál í Evrópu þá sé best að gera það í gegnum almenninginn. Evrópskir stjórnmálamenn, ólíkt Pútín, þurfa allflestir að hafa áhyggjur af kosningum og vinsældartölum. Telur hann að þegar vetur nálgast muni Pútín beita mikilvægi Rússlands í eldsneytismálum til að þvinga Evrópubúa til að minnka stuðning þeirra við viðnám Úkraínu.

„Alvöru hernaðarafreka er þörf ekki bara fyrir þeirra sakir heldur einnig fyrir almenningsálit Evrópubúa: til að fá lýðinn til að trúa á Úkraínumenn og vera í stakk búinn til að þrauka. Munið að Pútín vill ekki þurfa að beita hungursneyð og kulda. Hann reyndi að sigra með hernum einum og mistókst það. Pútín verður sífellt óvinsælari innan Rússlands og hann gerir sér grein fyrir því að hann hafi ekki nema tvo til þrjá mánuði til að tryggja vopnahlé með hagstæðum skilmálum fyrir Rússa,“ bætir Leonid við.

„Þessir verða ábyggilega erfiðustu tveir til þrír mánuðirnir, en Pútín mun tapa. Hann hefur þegar tapað auðvitað, en nú þarf að kremja hann, ekki leyfa honum að skríða burt.“

Hér má lesa þráð Volkov á Twitter

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli bresku hjónanna sem fundust látin í Frakklandi

Vendingar í máli bresku hjónanna sem fundust látin í Frakklandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegur spádómur Baba Vanga um Pútín og Evrópu á þessu ári

Óhugnanlegur spádómur Baba Vanga um Pútín og Evrópu á þessu ári
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er mesti sársaukinn sem maður getur upplifað – Barnsburður er ekki efst á listanum

Þetta er mesti sársaukinn sem maður getur upplifað – Barnsburður er ekki efst á listanum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðgátan um líkið á ströndinni: Enginn veit hvaðan hann kom eða hver hann var

Ráðgátan um líkið á ströndinni: Enginn veit hvaðan hann kom eða hver hann var
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum KGB-njósnari segir Trump hafa fengið dulnefnið Krasnov þegar hann gekk til liðs við Rússa árið 1987

Fyrrum KGB-njósnari segir Trump hafa fengið dulnefnið Krasnov þegar hann gekk til liðs við Rússa árið 1987