West Ham er nálægt því að ganga frá kaupum á Armando Broja frá Chelsea. The Athletic segir frá þessu.
Broja er tvítugur og lék á láni hjá Southampton á síðustu leiktíð. Þar skoraði hann sex mörk í 32 leikjum.
Þessi albanski landsliðsmaður ferðaðist með Chelsea til Bandaríkjanna, þar sem liðið er nú í æfingaferð. Hann hefur hins vegar yfirgefið hópinn vegna yfirvofandi skipta til West Ham.
West Ham bauð 30 milljónir punda í Broja í síðustu viku. Ekki kemur fram hvort Chelsea hafi nú samþykkt það tilboð eða West Ham boðið í hann aftur.
Broja vill ólmur spila meistaraflokksfótbolta reglulega og langar því að komast til West Ham frá Chelsea.