Paulo Dybala er á leið í læknisskoðun hjá Roma. The Athletic greinir frá þessu.
Dybala fór á dögunum frá Juventus þegar samningur hans í Tórínó rann út.
Argentínumaðurinn hefur verið orðaður við fjölda félaga í sumar en nú virðist sem svo að lærisveinar Jose Mourinho í Roma verðu hans næsti áfangastaður.
Dybala er mættur til Portúgal, þar sem Roma er í æfingabúðum.
Roma hafnaði í sjötta sæti í Serie A á síðustu leiktíð. Þá sigraði liðið Sambandsdeildina og varð um leið það fyrsta til að gera það, enda keppnin splunkuný.