Bayern Munchen hefur náð munnlegu samkomulagi við Juventus um kaup á miðverðinum Matthijs de Ligt. The Guardian greinir frá þessu.
De Ligt hefur mikið verið orðaður við Bayern undanfarið.
Þessi 22 ára gamli Hollendingur gekk í raðir Juventus frá Ajax árið 2019 eftir að hafa farið á kostum með síðarnefnda liðinu.
Bayern mun borga Juventus um 80 milljónir evra fyrir leikmanninn. Það jafngildir um ellefu milljörðum íslenskra króna.
Núgildandi samningur de Ligt við Juventus rennur út eftir tvö ár.
De Ligt lék 31 leik í Serie A á síðustu leiktíð.