Mauro Icardi, framherji Paris Saint-Germian, gæti verið á leið til nýliða Monza í Serie A á Ítalíu.
Icardi og Wanda Nara, eiginkona hans og umboðsmaður, eru nú í viðræðum við félagið.
Icardi þekkir vel til á Ítalíu. Hann lék þar með Inter og Sampdoria á árum áður.
Argentínumaðurinn hefur verið hjá PSG síðan 2019. Fyrst kom hann á láni og svo var hann keyptur endanlega.
PSG á nóg af möguleikum fremst á vellinum, þar sem menn eins og Kylian Mbappe, Lionel Messi og Neymar eru fyrir. Icardi er því ekki inni í áætlunum félagsins.