En sá vandi sem margir standa frammi fyrir daglega er að þeir vita ekki að margt af því sem þeir neyta daglega inniheldur sykur. Það verður til þess að þeir innbyrða of mikinn sykur.
En ef þú sleppir sykri alveg í 9 daga verða ótrúlegar breytingar í líkamanum. The Independent skýrði frá þessu.
Fram kemur að niðurstöður bandarískrar rannsóknar hafi sýnt að með því að skipta sykri út hjá 40 börnum, sem voru í yfirþyngd, hafi sést hver áhrifin eru. Sykrinum var skipt út með sterkju.
Eftir níu daga sáu vísindamennirnir að insúlín- og kólesterólmagnið hjá börnunum lækkaði mikið.
„Þessi rannsókn sýnir að það er mikilvægt að foreldrar stýri sykurneyslu barna og séu meðvitaðir um heilsufarslegar afleiðingar neyslu barna sinna,“ sagði Dr Robert Lustig, einn af höfundum rannsóknarinnar.
Hann sagði að rannsóknin ætti að vera viðvörun til matvælaiðnaðarins sem setji of mikið af sykri í framleiðslu sína og eigi þar með hlut að máli við að fjölga tilfellum sykursýki og hjarta- og lifrarsjúkdóma.