Þetta segir Tom Bower, rithöfundur, í nýrri bók sinni um Meghan, Harry og konungsfjölskylduna og deilur þeirra. Bókin heitir: „Revenge: Meghan, Harry and the war between the Windsors”.
„Guði sé lof að Meghan kemur ekki,“ er drottningin sögð hafa sagt. Dagbladet skýrir frá þessu.
Hin opinbera ástæða fyrir fjarveru Meghan var að hún var gengin sjö mánuði með dóttur þeirra Harry. Harry var viðstaddur útförina. Hann stoppaði aðeins í viku í Bretlandi og vakti það mikla athygli því hann fór heim daginn áður en amma hans, Elísabet II, átti afmæli.
Harry og Meghan dróu sig í hlé í byrjun árs 2020 frá konungsfjölskyldunni og hættu að sinna skyldustörfum fyrir hana. Þau fluttu til Los Angeles og hafa búið þar síðan.
Harry var alltaf mjög vinsæll meðal bresku þjóðarinnar en í kjölfar flutnings hjónanna til Bandaríkjanna breyttist skoðun margra á honum mjög og telja margir hann nú vera helminginn af snobbuðu, bandarísku raunveruleikapari sem gerir út á að vera hluti af bresku konungsfjölskyldunni.