Sex ökumenn til viðbótar voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum og annar ekki með gild ökuréttindi. Sá þriðji reyndist vera sviptur ökuréttindum og ók of hratt en hraði bifreiðar hans mældist 102 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 60 km/klst.
Einn ökumaður var kærður fyrir að nota ekki öryggisbelti við akstur og fyrir að aka bifreið sem var með fjögur nagladekk. Auk þess hafði bifreiðin ekki verið færð til endurskoðunar. Skráningarnúmeri voru því tekin af henni.
Annar ökumaður var kærður fyrir að aka bifreið sem var með fjögur nagladekk. Auk þess er ökumaðurinn ekki með gild ökuréttindi.
Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Kringlumýrarbraut en hraði bifreiðarinnar, sem hann ók, mældist 115 km/klst en leyfður hámarkshraði er 80 km/klst.
Í Garðabæ var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr geymslum.
Í Kópavogi var tilkynnt um eld í ruslageymslu fjölbýlishúss á ellefta tímanum. Talsverður reykur var á vettvangi þegar viðbragðsaðilar komu. Eldurinn var í ruslatunnu. Minniháttar skemmdir hlutust af.