fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433Sport

Þorlákur þvertekur fyrir að vera rasisti – ,,Þessir starfshópar þora vart að tjá sig”

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. júlí 2022 19:10

Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs (til hægri).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, hefur svarað fyrir sig eftir ummæli sem leikmaðurinn Jordan Damachoua lét falla í samtali við Fótbolta.net.

Viðtal við Jordan birtist á vefsíðu Fótbolta.net í kvöld þar sem hann ásakar Þorlák um rasisma og segist þess vegna hafa yfirgefið Þór fyrir KF.

Jordan fékk lítið að spila undir stjórn Þorláks hjá Þór eftir að haga gert áður vel með KF og Kórdrengjum. Hann fór til heimalandsins Frakklands í stutta stund og sneri svo aftur til Íslands.

Jordan fór ítarlega út í hlutina í samtali við Fótbolta.net en viðtalið í heild sinni má lesa hérna.

„Á æfingasvæðinu og á fundum þá gerði hann grín að Afríku og gagnvart mér. Hann talaði um að ég væri afslappaður eða hægur eins og aðrir Afríkubúar. Á einum fundinum bendi hann á brotna hurð og sagði: ‘Damak, þessi hurð er eins og hurðirnar í Afríku’. Því hurðin var brotin,“ sagði leikmaðurinn meðal annars.

,,Hann sagði þetta fyrir framan alla og leikmennirnir voru í sjokki. Hann talaði svo um að ég væri þannig manneskja sem væri líkleg til þess að stela. Ég sagði við hann að ég þekki fólk sem myndi slá hann fyrir svona ummæli.“

Þorlákur var ekki lengi að svara fyrir sig skrifaði Facebook færslu í kvöld þar sem hann þvertekur fyrir ummæli Jordan.

Hann bendir á að það sé gríðarlega alvarlegt mál að ásaka aðra um rasisma og nefnir einnig að leikmaðurinn hafi tvisvar verið sektaður fyrir agabrot.

,,Ég get ímyndað mér að fólk sem aðhyllist einhvers konar rasisma yrði reitt ef að það yrði sakað um slíkt. Sannleikurinn er jú oft sár eins og við þekkjum,“ skrifar Þorlákur í kvöld.

,,En allir sem þekkja mig og mína hugmyndafræði vita að ég er ekki rasisti. Ég er ofboðslega forvitinn um ólíka menningaheima og vegna þess starfaði í Asíu í 2 ½ ár og hef einnig tekið að mér verkefni í Afríku og öðrum fjarlægum heimsálfum.“

,,Ástæða þess að nokkrir af þeim erlendu leikmönnum sem hafa verið í Þór sumar, hafa ekki spilað meira en raun er hefur ekkert með þjóðerni að gera. Félagið ákvað að hefja uppbyggingu á nýju liði sem er ungt að árum og ætlunin var að fá öfluga aðkomumenn til að gera liðið sterkara. Sumir af þessum aðkomumenn hafa styrkt liðið og aðrir ekki eins og gengur og gerist.“

,,Af hverju ætti þjálfari að sækja leikmenn frá ólíkum menningarheimum ef að viðkomandi aðili bæri ekki virðingu fyrir þeirri menningu?“

,,Það er gríðarlega alvarlegt að ásaka aðra manneskju um rasisma. Ef það væri eitthvað sannleikskorn í því þá myndi ég sennilega taka því ílla.“

,,Staðreyndin er sú að í nútíma þjóðfélagi þá verða þjálfarar, kennarar og aðrir leiðbeinendur sífellt fyrir aðdróttunum þegar taka þarf á óæskilegri hegðun skjólstæðinga. Þetta hefur orðið til þess að þessir starfshópar þora vart að tjá sig á hættu á að orð þeirra sé mistúlkuð og notuð gegn þeim.“

,,Umræddur leikmaður var sektaður fyrir að brjóta siðareglur Þórs, hann var síðar aðvaraður aftur fyrir svipað atvik. Þetta varð til þess að það skapaðist vantraust bæði á milli leikmanns og þjálfara og leikmanns og félagsins. Geta leikmannsins hefur aldrei verið dreginn í efa.“

,,Ég vil óska Jordan Damachoua alls hins besta í framtíðinni í nýju félagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Björn Þór um auglýsingarnar sem hafa slegið í gegn: „Þetta býður upp á að við getum gert eitthvað meira“

Björn Þór um auglýsingarnar sem hafa slegið í gegn: „Þetta býður upp á að við getum gert eitthvað meira“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Spekingar spá í spilin fyrir þá Bestu og mikilvægir leikir hjá landsliðinu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Spekingar spá í spilin fyrir þá Bestu og mikilvægir leikir hjá landsliðinu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þarf að verða einn launahæsti leikmaður Arsenal ef hann á að koma

Þarf að verða einn launahæsti leikmaður Arsenal ef hann á að koma
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hótanir ungra manna komnar á borð lögreglu – „Ég óttaðist um líf mitt“

Hótanir ungra manna komnar á borð lögreglu – „Ég óttaðist um líf mitt“