fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433Sport

Steinhissa eftir ummæli fyrrum samherja hjá Arsenal – ,,Þú talar ekki svona um þitt félag“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. júlí 2022 10:00

Eiður Smári Guðjohnsen og Cesc Fabregas / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bacary Sagna, fyrrum leikmaður Arsenal, hefur svarað fyrrum samherja sínum, Cesc Fabregas, fullum hálsi eftir að hann tjáði sig um tíma sinn hjá félaginu.

Fabregas ræddi um tíma sinn hjá Arsenal en hann taldi aðeins tvo leikmenn vera í sama gæðaflokki og hann hjá félaginu, Samir Nasri og Robin van Persie.

Það er eitthvað sem kemur Sagna verulega á óvart en hann var sjálfur lengi hluti af liði Arsenal og spilaði stórt hlutverk.

,,Ég var mjög hissa þegar ég las þetta. Að þetta hafi komið frá honum var óvænt því hann átti að vera einn af leiðtogum liðsins og vonarstjörnum, þú talar ekki svona um þitt félag,“ sagði Sagna.

,,Þetta kom verulega á óvart því hann er mjög vinalegur náungi og er það ennþá, þetta breytir engu. Ég var hins vegar mjög hissa.“

,,Arsenal gerði hann að þeim leikmanni sem hann var svo það er frekar gróft að segja að sumir leikmenn hafi ekki verið í sama gæðaflokki. Hann var ekki endilega til fyrirmyndar öll tímabilin sem hann spilaði með liðinu.“

,,Á þessum tíma töluðu fjölmiðlar um að hann væri ekki að hlaupa nógu mikið eða verjast nógu vel. Aðrir gætu hafa gagnrýnt það. Þetta er hans skoðun og hann á rétt á henni en við eigum öll góð augnablik sem og slæm.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

FH fær Ahmad Faqa – Hefur áður spilað á Íslandi með góðum árangri

FH fær Ahmad Faqa – Hefur áður spilað á Íslandi með góðum árangri
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var tári næst þegar hann var að kveðja í janúar

Var tári næst þegar hann var að kveðja í janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Real Madrid óttast það bara að einn leikmaður fái leikbann fyrir Arsenal leikinn

Real Madrid óttast það bara að einn leikmaður fái leikbann fyrir Arsenal leikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þrír frá KSÍ á þingi UEFA

Þrír frá KSÍ á þingi UEFA
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skelfileg tíðindi fyrir Arsenal

Skelfileg tíðindi fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu nýjustu klippuna frá Bestu deildinni – Afar vandræðaleg lyftuferð

Sjáðu nýjustu klippuna frá Bestu deildinni – Afar vandræðaleg lyftuferð
433Sport
Í gær

Hörmungar Íslands á dögunum höfðu sitt að segja

Hörmungar Íslands á dögunum höfðu sitt að segja
433Sport
Í gær

Sjáðu atvikið sem fáir tóku eftir eftir brotið ógurlega í Liverpool í gær

Sjáðu atvikið sem fáir tóku eftir eftir brotið ógurlega í Liverpool í gær